Spurt
og
svarað

Geymdu dótið þitt á öruggum stað sem vaktaður er af Securitas!

GEYMSLA24 býður einkageymslur í sérhæfðu geymsluhúsnæði til leigu

Einkageymsla er húsnæði sem þú leigir í sérhæfðu geymsluhúsnæði. Húsnæðið sérstaklega innréttað til að uppfylla strangar öryggiskröfur varðandi bruna- og innbrotavarnir, auk þess að vera vaktaðar með öryggismyndavélum sem tengdar eru Stjórnstöð Securitas. Húsaleigusamningurinn innfelur fullan og óhindraðan aðgang að húsnæðinu hvenær sem er. Fullkomið aðgangs- og öryggiskerfi er á hverri geymslu sem tryggir hámarks öryggi og yfirsýn yfir notkun húsnæðisins.

Þú hefur alltaf aðgang að geymslunni, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Talan „24“ í nafni Geymslu 24 stendur fyrir það loforð okkar að þú, sem leigjandi húsnæðisins, hafir fullan og óhindraðan aðgang að því þegar þér hentar. Þetta er jú líka geymslan þín 🙂

Hjá Geymslu 24 eru engir hengilásar. Við erum stolt af því að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á sérhæft geymsluhúsnæði, þar sem fullkomið aðgangsstýrikerfi er notað í stað hengilása og lykla. Við erum fyrst í heiminum til þess að kynna þessa lausn í samstarfi við Securitas. ICT öryggis- og aðgangsstýrikerfi, tengt Stjórnstöð Securitas, vaktar allt húsið allan sólarhringinn. Öllum einkageymslunum fylgir aðgangskort til þess að komast inn í húsnæðið og opna geymslurnar.

Viðskiptavinum stendur til boða að fá auka aðgangskort fyrir alla þá einstaklinga sem þurfa að hafa aðgang að húsnæðinu. Með því fá viðskiptavinir Geymslu 24 enn meiri yfirsýn yfir umgengnina um húsnæðið þar sem aðgangsstýrikerfið heldur atburðarskrá um hvenær hvert kort var notað til að opna geymsluna eða hvenær viðkomandi korthafi fór inn í húsnæði. Auðvelt er að bæta við aðgangskortum og ekki síður mikilvægt að láta loka týndum kortum. Hafðu samband við okkur á geymsla24@geymsla24.is eða í síma 513-4200 ef þú hefur áhuga á að kynna þér þessa þjónustu betur. Ávalt er fyllsta trúnaðar gætt við leigutaka.

Allur kostnaður af rekstri húsnæðisins er innifalinn í húsaleiguverðinu. Hiti, rafmagn, brunaviðvörunarkerfi, öryggiskerfi, eftirlitsmyndakerfi, aðgangsstýringakerfi og fleira. Húsaleiga hjá Geymslu24 er undanþegin VSK.

Uppsagnarfrestur er að lágmarki 1 mánuður. T.d. ef samningur er gerður 15. janúar og ef leigutaki vill slíta samningi 14. mars, þá þarf uppsögn að berast fyrir 15. febrúar. Sé hins vegar gerður bindandi húsaleigusamningur t.d í 1 ár þá verður leigusamningur í a.m.k út binditímann (sjá nánar í húsaleiguskilmálum). Uppsögn þarf að vera skrifleg, og má vera með tölvupósti á netfangið geymsla24@geymsla24.is

Þú þarft ekki hengilás hjá Geymslu 24 🙂 þú færð aðgangskort sem veitir þér aðgengi að Geymslu 24 allan sólarhringinn.

Eingöngu er leigt í heilum mánuðum, skemmsti leigutími er einn mánuður. Hægt er að taka greymslu á leigu hvaða dag mánaðar sem er og gildir samningurinn þá til sama dags síðasta leigumánaðar, m.ö.o. þá er leigutímabil í heilum mánuði frá hvaða degi sem er. Það er enginn hámarksleigutími.

Nei, tryggingar eru ekki innifaldar í húsaleigunni. Við ráðleggjum þér að hafa samband við tryggingafélagið þitt varðandi að tryggja innihald geymslunnar. Hins vegar gerum við hvað við getum til að minnka hættu á tjóni. Við erum með brunavarnarkerfi, þjófavarnarkerfi, eftirlitsmyndavélar með upptöku, vatnslekaviðvörunarkerfi og fleira tengt stjórnstöð Securitas allan sólarhringinn.

Þú getur valið að greiða með greiðslukorti, fengið greiðsluseðil birtan rafrænt í netbanka, eða fengið greiðsluseðil sendan heim. Einfaldast og fljótlegast er að greiða með kreditkorti (mánaðarlegar greiðslur).  Það tryggir líka samfellda leigu án truflunar.  Öll leiga er fyrirfram greidd.  

Nei það er ekki skilyrði.  Þú getur fengið greiðsluseðil sendan í heimabanka mánaðarlega.

Ef leiga er ekki greidd á eindaga, þá er krafan send til innheimtu. Ef um langvarandi vanskil er að ræða, þá áskilja Geymslur ehf. sér rétt til að banna aðgengi að geymslu, rýma geymsluna og farga þeim munum sem þar eru og/eða leggja hald á þá og selja upp í skuldina og leigja öðrum geymsluna. 

Rýming af þessu tagi er þó ekki framkvæmd nema eftir margvíslegar aðvaranir. En það er að sjálfsögðu best fyrir alla að halda leigugreiðslum alltaf í fullum skilum. Ef þú ert í minnsta vafa þá skaltu hafa strax samband við okkur.

Húsaleiguskilmálarnir útskýra þetta atriði og mörg önnur ítarlega. Við hvetjum þig til að kynna þér þá vel áður en þú skrifar undir leigusamning.

Skemmsti leigutími er einn mánuður.  Hægt er að taka geymslu á leigu hvaða dag mánaðar sem er og gildir samningurinn þá til sama dags síðasta leigumánaðar.  M.ö.o. þá er leigutímabil í heilum mánuðum frá hvaða degi sem er.   Það er enginn hámarksleigutími. 

Húsaleigan er greidd fyrirfram. Við gerð mánaðarlegs samnings þarf að greiða fyrsta mánuð og greiðslutryggingu fyrirfram. Uppsagnarfrestur er að lágmarki 30 dagar og miðast við leigudag samnings. Greiðslutrygging er endurgreidd innan 30 daga eftir lok húsaleigusamnings.

Þú getur veitt öðrum leyfi eða aðgang að geymslunni en slíkt leyfi þarf að vera skriflegt eða með sannanlegum hætti, annað hvort tekið fram við gerð leigusamnings, eða tilkynnt með tölvupósti frá skráðu netfangi á húsaleigusamningi. Geymslur gæta fyllsta trúnaðar við leigutaka.

Einkageymslur er húsnæði sem þú leigir í sérhæfðu geymsluhúsnæði. Húsnæðið er byggt og innréttað til að uppfylla strangar öryggiskröfur m.t.t. bruna, þjófnaðar o.s.frv.

Sími þjónustuvers 513-4200
Netfangið okkar er geymsla24@geymsla24.is